1 00:00:00,000 --> 00:00:03,000 Stjörnufræðingar hafa með hjálp Hubblessjónauka NASA og ESA 2 00:00:03,000 --> 00:00:08,000 séð miklar breytingar í lofthjúpi fjarlægrar reikistjörnu. 3 00:00:08,000 --> 00:00:11,000 Skömmu eftir að öflugur sólblossi baðaði hana 4 00:00:11,000 --> 00:00:14,000 í orkuríkum röntgengeislum 5 00:00:14,000 --> 00:00:19,000 sáu vísindamennirnir lofthjúp reikistjörnunnar rjúka hratt út í geiminn. 6 00:00:19,000 --> 00:00:25,000 Þessir ofsafengnu atburðir í 63 ljósára fjarlægð frá jörðinni hafa veitt stjörnufræðingum 7 00:00:25,000 --> 00:00:29,000 fyrstu svipmyndina af veður- og loftslagsbreytingum 8 00:00:29,000 --> 00:00:32,000 á reikistjörnu fyrir utan sólkerfið okkar. 9 00:00:39,000 --> 00:00:45,000 Í boði Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og NASA 10 00:00:49,000 --> 00:00:52,000 Hubblecast þáttur 56: Miklar breytingar á fjarlægri reikistjörnu 11 00:00:57,000 --> 00:01:00,000 Kynnir: Dr. J, einnig þekktur sem Dr Joe Liske 12 00:01:02,000 --> 00:01:09,000 Á reikistjörnunni HD 189733b er himininn blár en ekkert annað sem minnir á jörðina. 13 00:01:09,000 --> 00:01:15,000 Hún er gasrisi sem svipar til Júpíters en er mjög nálægt sinni móðurstjörnu, 14 00:01:15,000 --> 00:01:19,000 miklu nær en nokkur reikistjarna í sólkerfinu okkar er við sólina. 15 00:01:19,000 --> 00:01:26,000 Þar er þess vegna mjög hlýtt loftslag, þar sem hitastigið fer yfir 1000°C. 16 00:01:29,000 --> 00:01:34,000 Árið 2010 notaði hópur vísindamanna Hubblessjónaukann til að rannsaka reikistjörnuna 17 00:01:34,000 --> 00:01:39,000 og aftur árið 2011 þegar hún gekk fyrir móðurstjörnuna. 18 00:01:39,000 --> 00:01:44,000 Þegar reikistjarnan er baklýst á þennan hátt, skilur lofthjúpur hennar eftir fingraför 19 00:01:44,000 --> 00:01:48,000 í ljósi stjörnunnar sem gerir stjörnufræðingum kleift að kanna það sem þar á sér stað 20 00:01:48,000 --> 00:01:53,000 á kvarða sem væri alltof lítill til að ljósmynda beint. 21 00:01:55,000 --> 00:01:59,000 Fyrstu mælingarnar sýndu ekki margt áhugavert. 22 00:01:59,000 --> 00:02:03,000 Vísindamennirnir höfðu vonast til að staðfesta það sem þeir höfðu séð einu sinni áður 23 00:02:03,000 --> 00:02:04,000 á annarri reikistjörnu, 24 00:02:04,000 --> 00:02:08,000 efri lög lofthjúpsins streyma hægt og rólega út í geiminn 25 00:02:08,000 --> 00:02:10,000 vegna hins sterka ljóss frá stjörnunni. 26 00:02:10,000 --> 00:02:15,000 En fyrstu mælingar Hubbles af HD 189733b 27 00:02:15,000 --> 00:02:19,000 sýndu engin merki um lofthjúpinn rjúka burt. 28 00:02:20,000 --> 00:02:23,000 En ef fyrstu mælingarnar voru fremur leiðinlegar, 29 00:02:23,000 --> 00:02:26,000 voru næstu mælingar það alls ekki. 30 00:02:26,000 --> 00:02:30,000 Skömmu áður en þeir hófu að rannsaka með Hubble í annað sinn, 31 00:02:30,000 --> 00:02:35,000 greindi Swift gervitunglið risablossa frá yfirborði stjörnunnar 32 00:02:35,000 --> 00:02:40,000 sem sendi frá sér öfluga geislun, þar á meðal röntgengeisla sem steikja lofthjúpinn. 33 00:02:40,000 --> 00:02:44,000 Þessi öflugi blossi var líkari þeim sólblossum 34 00:02:44,000 --> 00:02:47,000 sem trufla fjarskiptatungl á braut um jörðina. 35 00:02:47,000 --> 00:02:53,000 Þegar reikistjarnan kom í ljós nokkrum stundum síðar, höfðu miklar breytingar orðið. 36 00:02:53,000 --> 00:02:57,000 Þar sem þeir höfðu áður séð rólega reikistjörnu árið 2010 37 00:02:57,000 --> 00:03:03,000 sáu þeir lofthjúp hennar rjúka burt árið 2011. 38 00:03:03,000 --> 00:03:05,000 Gasstrókur streymdi burt frá reikistjörnunni 39 00:03:05,000 --> 00:03:11,000 sem glataði að minnsta kosti 1000 tonnum af gasi úr lofthjúpnum á sekúndu. 40 00:03:11,000 --> 00:03:14,000 Hópurinn telur að röntgengeislunin frá blossanum 41 00:03:14,000 --> 00:03:18,000 geti líklega útskýrt þessa uppgufun lofthjúpsins sem Hubble kom auga á. 42 00:03:18,000 --> 00:03:22,000 Þessi tegund geislunar hefur næga orku til að feykja 43 00:03:22,000 --> 00:03:26,000 ögnum í lofthjúpnum burt frá reikistjörnunni. 44 00:03:28,000 --> 00:03:32,000 Aðrir áhugaverðir möguleikar eru þó uppi 45 00:03:32,000 --> 00:03:34,000 sem allir tengjast virkni stjörnunnar. 46 00:03:36,000 --> 00:03:42,000 Til dæmis gætu árstíðasveiflur í röntgengeislun sem berst frá stjörnunni 47 00:03:42,000 --> 00:03:44,000 fremur en skyndileg áhrif blossans 48 00:03:44,000 --> 00:03:49,000 hafa orsakað breytingarnar milli áranna 2010 og 2011. 49 00:03:49,000 --> 00:03:53,000 Þetta væri svipað og 11 ára sólblettasveifla sólarinnar. 50 00:03:57,000 --> 00:03:59,000 Hópurinn hyggst gera fleiri mælingar með Hubble 51 00:03:59,000 --> 00:04:03,000 og XMM-Newton röntgengeimsjónauka ESA 52 00:04:03,000 --> 00:04:08,000 til að negla niður nákvæmlega það sem orsakaði uppgufun lofthjúpsins. 53 00:04:10,000 --> 00:04:14,000 En burtséð frá orsökinni, er þetta í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð 54 00:04:14,000 --> 00:04:17,000 greinilegar breytingar á lofthjúpi fjarreikistjörnu. 55 00:04:25,000 --> 00:04:30,000 Handrit: ESA/Hubble. Þýðing: Sævar Helgi Bragason