1 00:00:01,000 --> 00:00:06,000 Hubblessjónauki NASA og ESA er frægur fyrir að skyggnast djúpt inn í fortíð alheimsins. 2 00:00:06,000 --> 00:00:08,000 En hann getur líka spáð fyrir um framtíðina. 3 00:00:09,000 --> 00:00:13,000 Myndir sem Hubble hefur tekið undanfarin ár sýna okkur örlög sólkerfisins: 4 00:00:14,000 --> 00:00:17,000 Óþægilega en fallega svipmynd af því sem gerist 5 00:00:17,000 --> 00:00:21,000 þegar sólin verður eldsneytislaus eftir meira en fimm milljarða ára. 6 00:00:38,000 --> 00:00:42,000 52. þáttur: Dauði stjarna 7 00:00:43,000 --> 00:00:47,000 Kynnir Dr. J, einnig þekktur sem Dr. Joe Liske 8 00:00:50,000 --> 00:00:57,000 Það er ekkert að óttast strax! Sólin er um 4,5 milljarða ára — gömul í samanburði við flest 9 00:00:57,000 --> 00:01:00,000 en búin með innan við helming af líftíma sínum. 10 00:01:01,000 --> 00:01:07,000 Eftir að hafa rannsakað óteljandi stjörnur sem svipar til sólarinnar, hafa stjörnufræðingar góða hugmynd 11 00:01:07,000 --> 00:01:11,000 um það sem mun koma fyrir sólkerfið í mjög fjarlægri framtíð. 12 00:01:13,000 --> 00:01:22,000 Stjörnur eru gashnettir sem framleiða orku með kjarnasamruna vetnis í helíum. 13 00:01:23,000 --> 00:01:30,000 Þegar tveir atómkjarnar renna saman er samanlagður massi þeirra örlítið minni en heildarþyngd kjarnanna í byrjun 14 00:01:30,000 --> 00:01:34,000 og mismunurinn losnar sem orka. 15 00:01:35,000 --> 00:01:38,000 Þannig verður sólarljósið til. 16 00:01:39,000 --> 00:01:41,000 Sama ferli býr að baki vetnissprengjum. 17 00:01:42,000 --> 00:01:46,000 En á meðan vetnissprengjur klára sitt eldsneyti á sekúndubroti 18 00:01:46,000 --> 00:01:52,000 eru stjörnurnar nógu stórar til að viðhalda kjarnasamruna í milljónir eða milljarða ára 19 00:01:53,000 --> 00:01:55,000 áður en þær verða líka eldsneytislausar. 20 00:02:00,000 --> 00:02:02,000 Það sem gerist næst veltur á stærð stjörnunnar. 21 00:02:04,000 --> 00:02:09,000 Stærstu stjörnurnar verða sprengistjörnur eftir örfáar milljónir ára 22 00:02:24,000 --> 00:02:28,000 á meðan minnstu stjörnurnar virðast næstum ódauðlegar: 23 00:02:28,000 --> 00:02:32,000 Líftími þeirra er mun lengri en aldur alheimsins í dag 24 00:02:32,000 --> 00:02:36,000 svo við höfum aldrei séð slíka stjörnu deyja. 25 00:02:37,000 --> 00:02:39,000 En í tilviki stjarna eins og sólarinnar 26 00:02:39,000 --> 00:02:42,000 sem hafa nokkurra milljarða ára líftíma 27 00:02:42,000 --> 00:02:46,000 hafa stjörnufræðingar séð hvað hendir þegar eldsneytisforðinn klárast. 28 00:02:46,000 --> 00:02:49,000 Þær enda líf sitt með kjökri, ekki hvelli. 29 00:02:49,000 --> 00:02:52,000 Það gerist á eftirfarandi hátt — 30 00:02:52,000 --> 00:02:57,000 eins og athuganir Hubbles á tugum stjarna á mismunandi ævistigum hafa sýnt. 31 00:03:00,000 --> 00:03:03,000 Fyrst þenst stjarnan út og kólnar lítillega 32 00:03:03,000 --> 00:03:06,000 og verður að svonefndum rauðum risa. 33 00:03:06,000 --> 00:03:09,000 Þegar þetta gerist í tilviki sólar, tortímir hún 34 00:03:09,000 --> 00:03:12,000 innstu reikistjörnum sólkerfisins. 35 00:03:16,000 --> 00:03:22,000 Því næst blása ytri lögin burt og mynda þétt gas- og rykský 36 00:03:22,000 --> 00:03:25,000 sem skyggir algerlega á sýnilega ljósið frá stjörnunni. 37 00:03:26,000 --> 00:03:30,000 Þá verður til frumhingþoka 38 00:03:30,000 --> 00:03:33,000 sem erfitt er að greina vegna þess hve dauf hún er. 39 00:03:33,000 --> 00:03:40,000 Aðeins dauf innrauð geislun frá rykskýinu og endurvarp sólarljóss gera stjörnufræðingum kleift að sjá nokkurn skapaðan hlut. 40 00:03:40,000 --> 00:03:44,000 Þetta er líka skammvinnt skeið í þróun stjörnu, 41 00:03:44,000 --> 00:03:48,000 einungis nokkrar árþúsundir, svo þessi fyrirbæri eru fágæt. 42 00:03:50,000 --> 00:03:54,000 Myndir Hubbles af frumhringþokum sýna ýmiskonar form 43 00:03:54,000 --> 00:03:58,000 sem er merki um þau flóknu ferli sem í gangi eru innan í þokunni. 44 00:03:59,000 --> 00:04:03,000 Þyrilmynstur þessarar þoku er harla óvenjulegt 45 00:04:03,000 --> 00:04:09,000 og má líklega rekja til tvístirnakerfis sem mótar gas- og rykskýið. 46 00:04:12,000 --> 00:04:17,000 Þegar stjarnan varpar ytri lögum sínum frá sér og myndar kalda frumhringþoku 47 00:04:17,000 --> 00:04:23,000 situr kjarni stjörnunnar eftir; lítil en funheit leif. 48 00:04:24,000 --> 00:04:27,000 Á nokkur þúsund árum 49 00:04:27,000 --> 00:04:32,000 örvar geislun frá þessari heitu leif gasið í frumhringþokunni 50 00:04:32,000 --> 00:04:35,000 svo hún ljómar að lokum eins og flúrljósaskilti. 51 00:04:39,000 --> 00:04:45,000 Á þessu stigi verður frumhringþokan að bjartri hringþoku. 52 00:04:45,000 --> 00:04:50,000 Þær eru raunar svo bjartar að stjörnufræðingar hafa lengi vitað af þeim 53 00:04:50,000 --> 00:04:53,000 sem útskýrir nafngiftina. 54 00:04:53,000 --> 00:04:57,000 Þær eru nokkurn veginn hringlaga og hafa á sér grænleitan blæ þegar þær eru skoðaðar í gegnum sjónauka 55 00:04:57,000 --> 00:05:00,000 svo þær minntu stjörnufræðinga fyrri tíma 56 00:05:00,000 --> 00:05:04,000 á hringlaga skífur reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. 57 00:05:06,000 --> 00:05:09,000 Háskerpuljósmyndir nútíma stjörnusjónauka eins og Hubbles 58 00:05:09,000 --> 00:05:12,000 sýna að þær eru oft fjarri því hringlaga 59 00:05:12,000 --> 00:05:15,000 og minna lítið sem ekkert á reikistjörnur 60 00:05:15,000 --> 00:05:18,000 en nafngiftin hélst þrátt fyrir það. 61 00:05:19,000 --> 00:05:26,000 Að lokum dofna hringþokurnar þegar gasið og rykið dreifist um geiminn. 62 00:05:26,000 --> 00:05:32,000 Eftir situr lítill, þéttur og daufur hvítur dvergur — 63 00:05:32,000 --> 00:05:37,000 endanleg örlög sólarinnar eftir milljarða ára. 64 00:05:39,000 --> 00:05:41,000 En í tilviki stjarna er líf eftir dauðann. 65 00:05:41,000 --> 00:05:45,000 Efnið sem hringþokan dreifir um geiminn 66 00:05:45,000 --> 00:05:50,000 er hráefnið í nýjar kynslóðir stjarna og reikistjarna.