1 00:00:01,000 --> 00:00:04,000 Þessa mynd tók Wide Field Camera 3 myndavél Hubbles 2 00:00:04,000 --> 00:00:07,000 af risavöxnu vetnisgasskýi 3 00:00:07,000 --> 00:00:10,000 sem bjart ungstirni lýsir upp. 4 00:00:10,000 --> 00:00:15,000 Myndin sýnir hve ofsafengin lokastig stjörnumyndunar geta verið 5 00:00:15,000 --> 00:00:19,000 þegar unginn hristir upp í hreiðri sínu. 6 00:00:34,000 --> 00:00:39,000 51. þáttur: Stjörnumyndunarsvæðið S 106 7 00:00:39,000 --> 00:00:44,000 Kynnir Dr. J, einnig þekktur sem Dr. Joe Liske 8 00:00:46,000 --> 00:00:50,000 Í nokkur þúsund ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum 9 00:00:50,000 --> 00:00:57,000 er stjörnumyndunarsvæðið Sh 2-106 eða S106. 10 00:01:03,000 --> 00:01:08,000 Þótt litadýrðin sé himnesk er ekkert friðsælt við þetta svæði. 11 00:01:08,000 --> 00:01:14,000 Í miðju þokunnar er ung stjarna, S106 IR, að fæðast. 12 00:01:14,000 --> 00:01:17,000 Í ofsafengnum lokastigum myndunar sinnar 13 00:01:17,000 --> 00:01:23,000 varpar stjarnan frá sér efni á ógnarhraða sem tætir gasið og rykið. 14 00:01:23,000 --> 00:01:27,000 Þrívíðar myndir sýna hve mikið stjarnan 15 00:01:27,000 --> 00:01:31,000 hefur mótað umhverfi sitt í flókin mynstur. 16 00:01:31,000 --> 00:01:35,000 Stundaglaslögun þokunnar er afleiðing stróka 17 00:01:35,000 --> 00:01:40,000 frá stjörnunni sem rekast á vetnisgasið sem hún er að myndast úr. 18 00:01:40,000 --> 00:01:46,000 Við ytri brúnir þessara geila hefur gasið þjappast saman 19 00:01:46,000 --> 00:01:48,000 vegna þrýstingsins og myndað stafnhögg. 20 00:01:51,000 --> 00:01:56,000 Stjarnan er um 15 sinnum massameiri en sólin 21 00:01:56,000 --> 00:01:59,000 og er á lokastigum myndunar sinnar. 22 00:01:59,000 --> 00:02:04,000 Brátt sljákkar í henni og við taka fullorðinsárin 23 00:02:04,000 --> 00:02:07,000 þegar hún sest á meginröð. 24 00:02:07,000 --> 00:02:14,000 Í augnablikinu er S106 IR enn á kafi í móðurskýi sínu 25 00:02:14,000 --> 00:02:17,000 en rís gegn því. 26 00:02:17,000 --> 00:02:22,000 Efnið sem stjarnan sendir frá sér mótar ekki aðeins stundaglaslögunina 27 00:02:22,000 --> 00:02:25,000 heldur verður vetnisgasið óstöðugt. 28 00:02:25,000 --> 00:02:30,000 Margslungin mynstrin eru greinileg á þessari mynd. 29 00:02:34,000 --> 00:02:38,000 Ungstirnið veldur ekki aðeins óstöðugleika í gasskýinu, heldur er hún sjálf að hitna 30 00:02:38,000 --> 00:02:43,000 upp í um 10.000 gráður á Celsíus. 31 00:02:43,000 --> 00:02:49,000 Geislun stjörnunnar örvar gasið svo það glóir eins og flúrljósalampi. 32 00:02:49,000 --> 00:02:53,000 Ljósið frá þessu glóandi gasi er litað blátt á myndinni 33 00:02:53,000 --> 00:02:58,000 sem Hubblessjónaukinn tók í sýnilegu og innrauðu ljósi. 34 00:03:02,000 --> 00:03:05,000 Köld, þykk rykslæða, sem hér sést í rauðu, 35 00:03:05,000 --> 00:03:08,000 skilur á milli glóandi gassvæðanna. 36 00:03:08,000 --> 00:03:13,000 Þetta dökka efni hylur stjörnuna nánast alveg, 37 00:03:13,000 --> 00:03:16,000 en ungstirnið sést með naumindum 38 00:03:16,000 --> 00:03:20,000 í gegnum þykkasta hluta rykslæðunnar. 39 00:03:21,000 --> 00:03:25,000 Skýið sjálft er fremur lítið miðað við stjörnumyndunarsvæði, 40 00:03:25,000 --> 00:03:29,000 um það bil tvö ljósár á breidd. 41 00:03:29,000 --> 00:03:33,000 Það er um það bil helmingurinn af fjarlægðinni milli sólar og Proxima Centauri, 42 00:03:33,000 --> 00:03:35,000 næsta nágranna sólar í geimnum 43 00:03:35,000 --> 00:03:39,000 svo hún er miklu minni en þekktari stjörnumyndunarsvæði 44 00:03:39,000 --> 00:03:43,000 eins og Sverðþokan í Óríon og Kjalarþokan. 45 00:03:50,000 --> 00:03:54,000 Hubblecast er framleitt af ESA/Hubble í Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli í Þýskalandi. 46 00:03:54,000 --> 00:04:00,000 Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og Geimvísindastofnun Evrópu 47 00:04:00,000 --> 00:04:04,000 www.spacetelescope.org 48 00:04:04,000 --> 00:04:07,000 Handrit ESA/Hubble