1 00:00:00,000 --> 00:00:04,000 Skærbleikar geimþokur umkringja næstum alla 2 00:00:04,000 --> 00:00:09,000 þyrilvetrarbrautina sem sést á þessari mynd Hubblessjónauka NASA og ESA 3 00:00:09,000 --> 00:00:13,000 af NGC 922. 4 00:00:15,000 --> 00:00:17,000 Hringmyndunina og bjagaða lögun vetrarbrautarinnar 5 00:00:17,000 --> 00:00:21,000 má rekja til lítillar vetrarbrautar sem fór beint í gegnum 6 00:00:21,000 --> 00:00:28,000 miðju NGC 922 fyrir um 330 milljónum ára. 7 00:00:45,000 --> 00:00:48,000 60. þáttur: Vetrarbraut í skotlínunni 8 00:00:50,000 --> 00:00:57,000 Mynd Hubbles af vetrarbrautinni NGC 922 sýnir að ekki er um dæmigerða þyrilvetrarbraut að ræða. 9 00:00:57,000 --> 00:01:03,000 Armar hennar hafa sundrast; straumur stjarna liggur út í geiminn 10 00:01:03,000 --> 00:01:06,000 og bjartur hringur úr geimþokum umkringir kjarnann. 11 00:01:06,000 --> 00:01:13,000 Athuganir Chandra gervitungls NASA á NGC 922 sýna enn meiri glundroða 12 00:01:13,000 --> 00:01:18,000 á formi ofurbjartra röntgenlinda hér og þar um vetrarbrautina. 13 00:01:23,000 --> 00:01:30,000 Þessa óvenjulegu lögun NGC 922 má rekja nokkur hundruð milljónir ára aftur í tímann. 14 00:01:30,000 --> 00:01:37,000 Þá fór smærri vetrarbraut beint í gegnum miðju NGC 922. 15 00:01:40,000 --> 00:01:44,000 Þótt sú vetrarbraut sé fyrir utan sjónsvið Hubbles 16 00:01:44,000 --> 00:01:45,000 sýna myndir sjónauka á jörðu niðri 17 00:01:45,000 --> 00:01:49,000 boðflennuna þjóta burt af vettvangi. 18 00:01:52,000 --> 00:01:56,000 Þegar litla vetrarbrautin fór í gegnum miðju NGC 922 19 00:01:56,000 --> 00:02:00,000 mynduðust gárur sem hreyfðu við gasskýjum 20 00:02:00,000 --> 00:02:03,000 og hratt af stað myndun nýrra stjarna. 21 00:02:03,000 --> 00:02:08,000 Geislunin frá þessum nýju stjörnum lýsti í staðinn upp gasið. 22 00:02:08,000 --> 00:02:11,000 Skærbleiki litur geimþokanna 23 00:02:11,000 --> 00:02:18,000 er einkennismerki þessa ferlis og af völdum örvaðs vetnisgass 24 00:02:18,000 --> 00:02:21,000 sem langmest er af í miðgeimsskýjum. 25 00:02:21,000 --> 00:02:27,000 Svipað ferli er notað í neonskilti hér á jörðinni. 26 00:02:28,000 --> 00:02:32,000 Ef tvær vetrarbrautir raðast upp á hárréttan hátt 27 00:02:32,000 --> 00:02:36,000 og smærri vetrarbrautin fer í gegnum miðju hinnar sem stærri er 28 00:02:36,000 --> 00:02:40,000 myndast fullkominn geimþokuhringur. 29 00:02:40,000 --> 00:02:44,000 Hins vegar er oftar töluvert frávik milli vetrarbrautanna 30 00:02:44,000 --> 00:02:50,000 svo hringur eins og þessi verður til, þar sem annar helmingurinn er augljóslega bjartari en hinn. 31 00:02:53,000 --> 00:02:59,000 Þessi fyrirbæri, sem kallast árekstrarhringvetrarbrautir, eru tiltölulega sjaldgæfar í nágrenni okkar. 32 00:02:59,000 --> 00:03:03,000 Þótt árekstrar og samrunar vetrarbrauta séu fremur algengir 33 00:03:03,000 --> 00:03:06,000 er ekki hægt að segja hið saman um þá nákvæmu uppröðun 34 00:03:06,000 --> 00:03:09,000 og þau stærðarhlutföll sem þarf til að mynda hring. 35 00:03:09,000 --> 00:03:15,000 Við þekkjum aðeins fáein dæmi í nágrenni okkar í geimnum en NGC 922 36 00:03:15,000 --> 00:03:21,000 og Kerruhjólsvetrarbrautin, sem Hubble hefur líka tekið mynd af, eru þekktustu dæmin. 37 00:03:25,000 --> 00:03:29,000 Hubblecast er framleitt af ESA/Hubble í Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli í Þýskalandi. 38 00:03:29,000 --> 00:03:32,000 Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og Geimstofnunar Evrópu. 39 00:03:37,000 --> 00:03:39,000 www.spacetelescope.org 40 00:03:39,000 --> 00:03:42,000 Handrit: ESA/Hubble. Þýðing: Sævar Helgi Bragason